Breyting í verslun.

mánudagur, 2. september 2019

Töluverðar breytingar hafa staðið yfir í verslun okkar á Smiðjuvegi. Markmið breytinganna er að auðvelda viðskiptavinum aðgang að sölufulltrúum okkar og flýta fyrir þjónustu í verslun. 

Meðal helstu breytinga er m.a. nýr inngangur í verslun okkar en við förum frá inngang sem var 80cm hurð í tvöfalda rennihurð. Auðveldar það viðskiptavinum bæði komu og aðgengi frá verslun með vörur og kerrur. Að auki var inngangur færður til vesturs og er nú gengið beint inn í afgreiðslu sem blasir beint við öllum er koma inn í verslun.

Þá höfum við snúið afgreiðslu þannig að hún blasir beint við öllum sem inn koma og þar sem áður var ein afgreiðsluvél eru nú fjórar starfsstöðvar á 5mtr löngu afgreiðsluborði. Viðskiptavinir sem hafa hringt inn pantanir fá líka núna aðgang að þjónustufulltrúa sem sér um að afhenda pantaðar vörur svo að viðskiptavinir sem eru aðeins að koma til að sækja fyrirfram pantaðar vörur þurfa ekki að bíða í röð ef sölufulltrúar eru uppteknir við afgreiðslu.

Þá hafa allir sölufulltrúar einnig fært starfstöðvar sínar beint í hringiðu við afgreiðsluna og er því styttra í þjónustu þeirra sem og sölufulltrúar verða sýnilegri.

 Það er einlæg ósk okkar að þessar breytingar muni bæta og efla þjónustu til viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

 

Breytingar

 

Breytingar

 

Breytingar

 

Breytingar