eNet kerfið

Sýna vörur í flokki: eNet kerfið
eNet kerfið frá GIRA er þráðlaust stýrikerfi sem tók við af hinu vinsæla Funk-Bus kerfi. Það byggir á því að svokallaðir móttakarar eða aðgerðarliðar (aktorar) eru tengdir með 230V straum og við ljósabúnað eða gardínur, og þráðlaust merki eru svo send frá sérstökum hnöppum, fjarstýringum og/eða skjám. Þá er einnig hægt að stýra kerfinu gegnum Android, iPhone eða PC ef keyptur er við kerfið svokallaður Server eða Mobile Gateway. Kerfið er hægt að forrita handvirkt líkt og eldra Funk-Bus kerfið en einnig gegnum sérstakt forrit með PC vél.