Framúrskarandi Fyrirtæki 2017

fimmtudagur, 25. janúar 2018

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Viðurkenning þessi er veitt þeim fyrirtækjum á Íslandi sem þykja skara framúr þegar kemur að rekstri. Mjög ströng skilyrði eru sett og standast ekki nema 2,2% íslenskra fyrirtækja þessi skilyrði. Í ár voru það 868 fyrirtæki af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2017. S.Guðjónsson hefur verið á listanum síðustu 4 ár og er árið 2017 þar engin undantekning.

Það er okkur hjá S.Guðjónsson mikils virði að teljast til þessa hóps Framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þetta er um leið viðurkenning til starfsmanna S.Guðjónsson um afbragðsárangur.