Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2019

fimmtudagur, 26. september 2019

Við hjá S.Guðjónsson erum stolt af því að vera valinn Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2019 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 1038 eða um 2,7% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista VB og Keldunnar í ár.