Fyrirmyndarfyrirtæki 2018

mánudagur, 4. júní 2018
Fimmta árið í röð er S.Guðjónsson meðal efstu fyrirtækja landsins í vinnumarkaðskönnun VR og má því skarta sæmdarheitinu "Fyrirmyndarfyrirtæki 2018"
 
Könnunin er haldin árlega af VR og er könnunin send á um 34.000 manns í rúmlega 1000 fyrirtækjum. 

Fyrirtækin sem eru í fimmtán efstu sætunum í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 eru til fyrirmyndar og ástæða til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þetta eru fyrirtækin sem fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2018. Mörg þessara fyrirtækja eru ofarlega á lista hverju ári, hvernig sem staðan er og hvort sem árar vel eða illa. Það ber vott um styrka og skilvirka mannauðsstjórnun.

Könnunin endurspeglar þann frábæra starfsanda sem er hér, vinnuskilyrði, stjórnun, ímynd, launakjör og sveigjanleika svo eitthvað sé nefnt.
 
Nánar um könnunnina er hægt að lesa inná www.vr.is