Gira

Picture for manufacturer Gira
GIRA er hágæða þýskur framleiðandi á innlagnaefni, rofum, tenglum og hússtjórnarkerfum. Um árabil hefur GIRA verið í farabroddi þegar kemur að hönnun og útliti á þessum vörum, og hefur GIRA t.d. unnið til flestra hönnunarverðlauna sem í boði eru. Má þar nefna IF hönnunarverðlaunin, German Desgin Awards, Design Plus, Plux X Awards og Red Dot Awards. Gira Standard 55 er aðalrofalínan og stendur fyrir gæði og mikið úrval fyrir grunneiginleika raflagna. Rofalínan nær yfir meira en 300 mismunandi gerðir búnaðar fyrir þægilegri, öruggari og hagkvæmari raflagnakerfi. Vandað efni rofalínunnar gerir tækin einstaklega slitþolin: Hún er úr höggþolnu, hitadeigu plasti sem þolir mikla útfjólubláa geislun og með yfirborði sem þarfnast lítils viðhalds.
Vöruúrval