Gira Design Configurator

miðvikudagur, 13. febrúar 2019

Snjall forritið frá GIRA sem fáanlegt er ókeypis á Android og iOS kallast „GIRA Design Configurator“. Þetta einstaka forrit gefur notandanum kleift að skoða allar helstu samsetningar GIRA rofabúnaðar og setja saman mismunandi einingar við mismunandi ramma.

Í snjall forritinu er einnig stórsniðugur eiginleiki sem kallast „Live View“ en með því að líma sérstakan kóða á vegginn heima hjá þér, getur þú skoðað gegnum Live View hvernig hinar ýmsu útlitslínur kæmu til með að líta út í sínu rétta umhverfi. Sjáðu hvernig efnið kemur til með að líta út á sérmálaða veggnum heima í stofu og berðu saman hin ýmsu lita afbrigði til að finna réttu lausnina.

Smellið á linkinn til að prenta "Live View" miðann út. https://www.sg.is/content/files/Gira-Design-Configurator.pdf