Nýjir starfsmenn

S.Guðjónsson býður tvo nýja starfsmenn velkomna.

Erik Edward Sverrisson er nýr starfsmaður í ljósleiðaradeild okkar og hefur langa reynslu á þessu sviði. Erik vann áður fyrir BB Rafverktaka og Gagnaveitu Reykjavíkur í ljósleiðaramálum. Við bjóðum Erik hjartanlega velkominn til starfa.

Tölvupóstfang hans er erik@sg.is

Guðbrandur Bjarnason kemur í sölu á rafbúnaðarsviði en hann hefur starfað lengi sem rafvirki og verkefnastjóri. Hann starfaði áður hjá TG Raf og HH Rafverktökum í Grindavík. Við bjóðum Bubba eins og hann er vanalega kallaður hjartanlega velkominn til starfa.

Tölvupóstfang hans er bubbi@sg.is


Athugasemdir


Skildu eftir skilaboð