Nýjungar frá Gira

þriðjudagur, 17. mars 2020

Stærstu fagsýningu heims, Light & Building sýningin í Frankfurt átti að fara fram nú í byrjun mars en var frestað fram í lok september. Það er alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá að sjá hvað framleiðendur hafa verið með í þróun og eru að koma með á markað á næstu misserum. Fyrir okkur hefur alltaf verið mjög spennandi að sjá hvað GIRA mun koma með á markað. En þrátt fyrir að sýningunni hafi verið frestað fengu dreifingaraðilar GIRA að sjá þessar nýjungar fyrir rúmri viku síðan, og svo í gær var nýrri heimsíðu GIRA hleypt af stokkunum, þar sem hægt er að sjá helstu nýjungarnar. Mjög spennandi nýir KNX rofar, nýjir glæsilegir útihreyfiskynjarar, nýr litur í Esprit – Bronze og svo mætti lengi telja. Þá hefur heimasíðan sjálf fengið upplyftingu.

 

Sjón er sögu ríkari.

www.gira.com

Segðu þína skoðun