Nýr starfskraftur

þriðjudagur, 8. október 2019

Benedikt Þorbjörn Ólafsson, eða Bessi eins og hann er jafnan kallaður, hefur hafið störf hjá okkur en það er mikill fengur í jafn reynslumiklum starfskraft. Hann hefur víðtæka þekkingu á lýsingarbúnaði og kemur til með að styrkja lýsingardeild okkar mikið.

 

Bessi er mikill húmoristi og gleðin er alltaf mjög skammt undan. Hans helstu áhugamál eru veiði og svo er hann með mikla smíðadellu og eyðir löngum stundum í Borgarfirðinum að smíða og dekstra við fjölskyldu afdrepið.

Við bjóðum Bessa hjartanlega velkominn í hópinn.

Segðu þína skoðun