Nýtt á lager - Mini Martin

fimmtudagur, 18. febrúar 2021

S.Guðjónsson hefur náð mikilli velgengni í sölu á götuljósum með lömpum frá Vizulo. Það hefur þó ekki verið einfalt að halda lager um slíka lampa þar sem kennisnið gatna er svo gríðarlega mismunandi. Hægt er að fá margar mismunandi útlitslínur og í hverri útlitslínu koma þeir í ótal styrkleikum og fáanlegt hátt í 90 mismunandi ljósdreifi linsur. Sem dæmi er í Fossvogi ein 14 mismunandi kennisnið og þar af leiðandi 14 mismunandi wattastærðir og linsur.

Við höfum þó ákveðið að taka á lager nú þrjár gerðir sem geta leyst öll helstu afbrigði kennisniða með góðu móti. Það er gert með því að allar gerðirnar koma með forritanlegum aflgjöfum, og þannig getum við stjórnað ljósmagni lampans. Forritunin þarf að fara fram hjá okkur í samráði við viðskiptavini. Allir lamparnir eru af gerðinni Mini-Martin og eru allir stillanlegir frá 21W uppí 52W. Eini munur þessara þriggja lagergerða er ljósdreifi linsan.

Linsa L18 (vörunúmer 55101264): Lampi kastar birtu nokkuð jafnt til hliða og fram. Hentar vel á opin svæði s.s. bílastæði.

Linsa L22 (vörunúmer 55101265): Lampi kastar birtu lang til hliðar en stutt fram. Hentar vel t.d. á göngustíga eða í þröngar götur þar sem langt er milli staura.

Linsa L35 (vörunúmer 55101266): Lampi kastar birtu langt fram og meðal dreifing til hliðar og hentar í stærri götur.

 

Allir lampar sem við tökum frá Vizulo eru meðhöndlaðir sérstaklega með auka tæringavörn til að mæta okkar erfiðu veðuraðstæðum. Litur lagerlampa er álgrár RAL9006

 

Endilega hafið samband ef þörf er á nánari upplýsingum.