Nýtt frá Mennekes

miðvikudagur, 4. apríl 2018
Mennekes kynnti nú á dögunum nýja tækni í tengingu á CEE tengibúnaði sem heitir X-contact. 
X-contact er ný kynslóð tengipunkta, sem eru væntanlegir í tveimur stærðum, 63 A og 125 A og kemur seinna í 16 A og 32 A. 
X-contact er tengibúnaður sem hefur betri tengingu, er hreinsandi, auðveldari í meðhöndlun og endist betur.
Með betri tengingu er minni hitamyndun á milli tengils/hulsu og klóar.  Einnig er þá minna álag á tenginguna, sem eykur líftíma vörunnar. 
X-contact er með fjórum raufum, sem eru til þess að taka á móti óhreinindum, sem geta verið á klónni, þegar henni er stungið í samband. 
Þetta tryggir jafnframt betri tengingu.  Með þessum raufum er helmingi auðveldara að tengja og aftengja klærnar og þar af leiðandi orðið eins manns verk að aftengja til dæmis 125 A kló.  Í framleiðsluferlinu er koparinn hitaður upp á ákveðinn hátt og kældur snöggt niður, sem gerir það að verkum, að X-contact hulsan fer alltaf í sömu stöðuna og því engin hætta á að hulsan víkki með tímanum.

X-contact verður fáanlegt bæði með og án nikkelhúðar, eins og allar aðrar tengingar frá Mennekes.
Nikkelhúðaðar tengingar þola erfiðar aðstæður betur en hreinn kopar.  Það getur því verið gott að huga að því, í hvaða aðstæðum og umhverfi
verið er að nota slíkar hulsur og klær.
 
Endilega hafið samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar um X-contact og fleiri vörur, sem við höfum upp á að bjóða.