S. Guðjónsson er hluti af Johan Rönning ehf

föstudagur, 1. febrúar 2019

Þann 1. febrúar 2019 sameinaðist S.Guðjónsson kennitölu Johan Rönning ehf. en verður rekin sem sjálfstæð rekstrareining undir nafni S.Guðjónsson.
 
Undir sömu kennitölu eru fyrir Vatn & veitur, Sindri og Sindri Vinnuföt og geta núverandi viðskiptavinir S.Guðjónsson einnig notað viðskiptamannareikning sinn við úttektir hjá þessum fyrirtækjum ef þeir óska eftir því.

Markmið sameiningarinnar er að nýta sameiginlegar stoðdeildir og erum við sannfærð um að breytingin muni til framtíðar efla þjónustu til viðskiptavina S.Guðjónsson.

Kennitala fyrirtækisins verður eftirleiðis 670169-5459 (Johan Rönning ehf.), vsk.nr. 11784 og bankareikningur 301-26-19714.

Við viljum benda viðskiptavinum á að hægt er að fá reikninga senda rafrænt í gegnum skeytamiðlun eða í tölvupósti um leið og reikningar bókast, reikningar@sg.is

Einnig viljum við benda viðskiptavinum okkar á nýjan vef og vefverslun, www.sg.is,  en þar er auðvelt aðgengi að vörulistum og reikningum.


Við hlökkum til að halda áfram að þjónusta þig.