S.Guðjónsson og Ölfus gera samning

fimmtudagur, 13. desember 2018

Samkomulag var ritað um kaup Ölfus á götulýsingabúnaði frá S.Guðjónsson. Eftir útboð og útreikninga hönnuða á lífsferils kostnaði lampa var búnaður frá Vizulo hlutskarpastur.

Ölfus bætist þar með í góðan hóp sveitafélaga sem hafa keypt götulýsingabúnað frá Vizulo, en fyrir hafa Árborg, Garðabær, Hafnafjörður, Akureyri og Vestmannaeyjar keypt af S.Guðjónsson lampa frá Vizulo.

Við þetta tækifæri var tilvalið að smella af mynd, en á henni má sjá frá vinstri: Bjarnþór Harðarson lýsingarhönnuð frá S.Guðjónsson, Skarphéðinn Smith framkvæmdastjóra S.Guðjónsson, Davíð Halldórsson Ölfusi og Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuð IALD frá Lisku.