Um S. Guðjónsson

Fyrirtækið

S. Guðjónsson ehf er leiðandi innflutningsfyrirtæki með sérhæfðan lýsinga- raf- og tölvulagnabúnað sem leggur metnað sinn í að bjóða fram lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið leggur áherslu á þekkingu og frumkvæði og vinnur þess vegna náið með rafverktökum, rafhönnuðum og arkitektum.

Fyrirtækið er rótgróið enda stofnað af Sigurði Guðjónssyni árið 1958 og hefur allt frá árinu 1967 flutt inn og selt vörur í endursölu. Allt hófst þetta með innflutning og sölu á kastarabrautum frá Concord, en S.Guðjónsson er með elstu dreifingaraðilum í heimi á búnaði frá Concord.

S. Guðjónsson er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784.


"S.Guðjónsson hefur alltaf lagt mikla áherslu á að flytja inn og selja gæðabúnað. En það er ekki nóg að vera með góðan búnað, það geta allir flutt inn og selt góða vöru. Þú þarft að bjóða uppá þjónustu sem hæfir vörunni. Það er okkur mikið kappsmál að viðskiptavinir okkar njóti faglegrar þjónustu, og ekki síður sveigjanleika og lipurð. Við leggjum mikið uppúr því að vanda einnig allt efni sem kemur frá okkur og reynum við að íslenska markaðsefni eins og kostur er, bjóða uppá sýnishornatöskur fyrir viðskiptavini og lýsingahönnun svo fátt eitt sé nefnt."

-Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri
S.Guðjónsson

Framleiðendur

S. Guðjónsson ehf er með umboð fyrir virta framleiðendur víða um heim en þó mest frá Evrópu. Meðal helstu vörumerkja S.Guðjónsson eru þýsku framleiðendurnir GIRA, Wago, Mennekes, We-Ef, Proled, Wieland og Regiolux en þjóðverjar auðvitað þekktir fyrir gæða framleiðslu. Meðal annarra vörumerkja eru hágæða ljósaframleiðendur á borð við Modular, Kreon, OMS, Beghelli, Santa & Cole, Concord, fjarskiptalagnaefni frá Brand-Rex og innlagnaefni og dyrasímar frá BTicino. Þá má ekki gleyma strengframleiðendum eins og General Cable. Fyrirtækið er með mikið úrval vörutegunda frá yfir 50 birgjum á lager en einnig er hægt að sérpanta í miklu úrvali.

 

Höfuðstöðvar GIRA

Viðskiptavinir

S. Guðjónsson ehf þjónar breiðum hópi viðskiptavina. Þar eru helstir rafverktakar og rafvirkjar, rafhönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir en einnig eru ýmis stórfyrirtæki í hópi viðskiptavina sem og einstaklingar.

Verkefni

Í árangursríku samstarfi við fjölda rafverktaka, rafhönnuða og arkitekta hefur fyrirtækið tekið þátt í mörgum stórum verkefnum. Þar má nefna verkefni á borð við Bláa Lónið, Harpa Tónlistarhús, Orkuveita Reykjavíkur, Kjarvalstaðir, Hitaveita Suðurnesja, Listasafn Reykjavíkur, Olíshúsið, Hæstiréttur, Smáraturn, Ráðhús Reykjavíkur, endurbætur Þjóðminjasafns og Hof menningarhús svo fátt eitt sé nefnt.

Þjónusta

S. Guðjónsson ehf leggur sífellt meiri áherslu á að þjóna viðskiptavinum sínum með fleiri aðferðum en sölu beint yfir borðið. Til dæmis er það meðvituð stefna hjá fyrirtækinu að þýða og semja upplýsingar um vöruna þannig að viðskiptavinir geti lesið sér til á íslensku. Dæmi um þetta er erlenda heimasíða Gira en hana er hægt að nálgast á www.gira.is eða smella á myndina hér til hliðar.

Þá bjóðum við viðskiptavinum okkar uppá lýsingahönnun og ráðgjöf, en við höfum langa reynslu á því sviði.

Heimasíða GIRA