Við erum til staðar fyrir þig

laugardagur, 31. október 2020

Kæru viðskiptavinir

 

Það er okkur mikilvægt að hlúa að heilsu og öryggi bæði viðskiptavina og starfsmanna. Í ljósi nýrra samkomutakmarkana munum við þurfa að aðlaga starfsemina að nýjum viðmiðum frá og með mánudeginum 2.nóvember.

Eftir sem áður munum við halda uppi eins háu þjónustustigi og mögulegt er en afgreiðsla á staðnum mun taka mið af nýjum reglum yfirvalda.

Þá munum við bæta í símavörslu og útkeyrslu og hvetjum við því viðskiptavini til að nýta sér útkeyrslu okkar og panta vörur gegnum síma 520-4500, tölvupóstfangið sg@sg.is og að sjálfsögðu vefverslunina gegnum heimasíðu okkar www.sg.is.

Við einsetjum okkur að þjónusta viðskiptavini okkar með framúrskarandi hætti og þökkum jákvæð viðbrögð og skilning á breyttum aðstæðum undanfarin misserin.

Með bjartsýnina að leiðarljósi og sprittbrúsann að vopni, erum við ávallt reiðubúin og til staðar fyrir þig.

Með baráttukveðjum,

Starfsfólk S.Guðjónsson