Led borðar

Sýna vörur í flokki: Led borðar
LED borðar eru í dag orðið gríðarlega vinsælt fyrirbæri og henta auðvitað frábærlega þar sem þeir eru svo nettir og meðfærilegir. Aftur á móti eru LED borðar til í óskaplega mörgum mismunandi gæðum og með gríðarlega mismunandi eiginleika. S.Guðjónsson hefur eingöngu flutt inn gæðaborða frá Proled í Þýskalandi en borðarnir þeirra eru framleiddir í Kína undir þeirra gæðaeftirliti og með Þýska ábyrgð. Við erum með borðana í ótrúlega miklu úrvali og með mismunandi eiginleikum en hægt er t.d. að fá borða með allt frá 330 Lúmenum á meter uppí 4500 lúmen á mtr. Það er því ljóst að valkostirnir eru gríðarlega margir og veita sölumenn okkar ráðgjöf hvað hentar hverju sinni.