Kastarar í brautir

Sýna vörur í flokki: Kastarar í brautir
S.Guðjónsson var eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að kynna svokallaðar kastarabrautir. Þetta þótti byltingarkennd lýsing þar sem brautir voru settar í loft og hægt var að smella kösturum hvar sem var í brautina. Þetta þótti einstaklega hentugt í listasöfn þar sem oft þarf að hreyfa til lampa eftir sýningum. Þetta var árið 1967 þegar Sigurður R Guðjónsson kynnti kastarabrautir fyrir íslendingum. Síðan þá hefur S.Guðjónsson verið í fararbroddi við að lýsa upp gallerí og söfn og státum við af lýsingu m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Gerðsafni, Þjóðminjasafninu, Listasafni Akureyrar, Hönnunarsafninu í Garðabæ, Eldfjallsafninu Eldheimum í Vestmannaeyjum, Norrænahúsinu og Kjarvalstöðum svo helstu söfn séu nefnd. Við höfum því mikla reynslu í sölu á kastarabrautum og kösturum.